Einingar

Instant er byggt af mörgum ólíkum einingum sem gera það kleift að setja saman þjónustuvef fyrir fyrirtæki og stofnanir sem hentar í hverju og einu tilfelli. Hér er farið yfir allar einingarnar og þeim lýst stuttlega.

Kjarni
Þetta er grunnurinn í kerfinu, einingar sem halda uppi grunnvirkni sem er sameiginleg fyrir alla þjónustuvefi.

Notendaumsjón / aðgangsstýring
Allir þjónustuvefir þurfa öfluga og sveigjanlega aðgangsstýringu og þessi eining býður upp á alla nauðsynlega virkni í þeim efnum. Hún er hluti af Kjarnanum.

Viðskiptamenn
Með þessari einingu er hægt að fletta upp í viðskiptamannaskrá þegar aðgangur að kerfinu er stofnaður og tengja hann beint við viðskiptamanninn. Hún er hluti af Kjarnanum.

Þjónustubeiðnir
Þessi eining gerir notendum kleift að senda beiðnir um þjónustu til fyrirstækis eða stofnunar og fer hún þá í ferli sem haldið er utan um í Instant. Hún er hluti af Kjarnanum.

Reikningar
Gefur notendum færi á því að fletta upp og skoða reikninga.

Greiðsluyfirlit
Notendur geta kallað fram og skoðað yfirlit yfir greiðslur.

Vöruskrá, birting
Gefur notendum færi á að fletta upp í vöruskrá og skoða einstakar færslur.

Pantanir, birting
Notendur geta kallað fram og skoðað yfirlit yfir pantanir.

Pantanir, skráning
Veitir möguleika á því að skrá pantanir beint og milliliðalaust inn í sölukerfi fyrirtækis.

Nýjar einingar eru stöðugt í smíðum og verður upplýsingum um þær bætt við þessa upptalningu þegar þær eru tilbúnar til notkunar.