Í hnotskurn

Meira frjálsræði
Kannanir sýna að viðskiptavinir kjósa sjálfsafgreiðslu og eru ánægðari ef hún býðst. Þetta á sérstaklega við um yngra fólk, en eldra fólk tileinkar sér nú þegar þessa tækni með æ meiri hraða því þegar það hefur kynnst því hve einfalt og þægilegt það er að stunda sín viðskipti hvar og hvenær þeim hentar, þá vilja flestir ekki neitt annað. Instant gerir fyrirtækjum kleift að koma strax til móts við þarfir þessa hóps.

Snjalltæknin
Viðskiptavinir vilja hafa aðgang að þjónustu hvar og hvenær sem þeim hentar. Í æ meiri mæli nýta þeir sér snjalltæknina og nota þannig síma til þess að afgreiða þau mál sem þeir þurfa og vilja sinna. Instant er byggt á allra nýjustu tækni sem býðst á vefnum og býður því besta fáanlega viðmót gagnvart notendum sem völ er á.

Einfalt, fljótlegt og áreiðanlegt
Instant er byggir á margra ára reynslu hugbúnaðarsérfræðinga Habilis sem hafa hannað og sett upp þjónustuvefi hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins. Kerfið er þannig byggt upp að í grunngerð þess er að finna allar helstu einingar sem góður þjónustuvefur þarf að bjóða sem fljótlegt er að aðlaga. Auðvelt er að sérsníða einingar að þörfum kaupenda eða smíða nýjar frá grunni, gerist þess þörf. Kaupendur þurfa svo ekki að hafa áhyggjur af viðhaldi og þróun því það er í höndum Habilis og skilar slíkt sér sjálfkrafa beint til þeirra.