Um Instant

Instant er hagkvæm lausn fyrir fyrirtæki sem vilja bjóða viðskiptavinum upp á möguleikann á sjálfsafgreiðslu. Hún byggir á mikilli vinnu hugbúnaðarsérfræðinga Habilis í gegnum tíðina, en þeir hafa sérhæft sig í gerð þjónustuvefja fyrir nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins.

Mikil innbyggð virkni í Instant lágmarkar þörf fyrir kostnaðarsama sérsmíði. Instant er fullbúin vara, sérhæfð til að auðvelda innleiðingu þjónustuvefja í stað sérsmíði frá grunni.

Instant er hannað af aðilum með langa reynslu af innleiðingu og rekstri þjónustuvefja. Það endurspeglast í virkni sem eykur rekstraröryggi og sparar vinnu við rekstur þjónustuvefja. Allar framkvæmdar aðgerðir og villur sem koma upp eru skráðar í ítarlega atburðaskrá sem auðveldar mjög rekjanleika á vandamálum. Auðvelt er fyrir umsjónaraðila að fylgjast með ástandi Instant og tenginga við innri viðskskiptakerfi.

Lifandi þjónustuvefur kallar á uppfærslur af og til vegna breytinga í viðskiptaumhverfi, breytinga í tækni og nýjum öryggisógnunum. Forskot Instant felst ekki síst í því að með uppfærslu á staðlaðri virkni Instant er tekist á við þessar áskoranir með hagkvæmum hætti.