Ávinningur

Samkeppnisforskot
Snjöll og nútímaleg lausn í samanburði við flesta eldri þjónustuvefi, að ekki sé talað um þá sem ekki eru með neinn þjónustuvef.

Aukin tryggð viðskiptavina
Viðskiptavinur sem er ánægður með þjónustuvef er líklegri til að halda áfram viðskiptum.

Hagkvæm lausn fyrir fyrirtæki og stofnanir
Mikil innbyggð virkni í Instant lágmarkar þörf fyrir kostnaðarsama sérsmíði. Instant er fullbúin vara, sérhæfð til að auðvelda innleiðingu þjónustuvefja í stað sérsmíði frá grunni.

Instant er hannað af aðilum með langa reynslu af innleiðingu og rekstri þjónustuvefja. Það endurspeglast í virkni sem eykur rekstraröryggi og sparar vinnu við rekstur þjónustuvefja. Allar framkvæmdar aðgerðir og villur sem koma upp eru skráðar í ítarlega atburðaskrá sem auðveldar mjög rekjanleika á vandamálum. Auðvelt er fyrir umsjónaraðila að fylgjast með ástandi Instant og tenginga við innri viðskskiptakerfi.

Lifandi þjónustuvefur kallar á uppfærslur af og til vegna breytinga í viðskiptaumhverfi, breytinga í tækni og nýjum öryggisógnunum. Forskot Instant felst ekki síst í því að með uppfærslu á staðlaðri virkni Instant er tekist á við þessar áskoranir með hagkvæmum hætti.

Instant frá Habilis lágmarkar þörf á sérsmíði öfugt við samkeppnina.

Instant sem hluti af heildarþjónustu
Þjónusta fyrirtækis er margþætt. Innri vinnuferlar sem snúa að þjónustu, mannleg samskipti beint við viðskiptavini, símtöl, tölvupóstar, samfélagsmiðlar og þjónustuvefir vinna saman til að skapa þjónustuupplifun viðskiptavina. Vel leystur þjónustuvefur minnkar álag vegna símtala og tölvupósta samhliða aukinni ánægju viðskiptavina sem eru fljótir að leysa úr sínum málum beint á þjónustuvefnum.

Mælanlegur árangur
Instant skilar mælanlegum árangri fyrir þá sem nota KPI mælingar enda eru allar færslur innan kerfis skráðar svo hægt sé að vinna gagnlega tölfræði og greina þróun í viðskiptum eftir á.